NÝSKÖPUN

Við hjá Reon leggjum mikla áherslu á nýsköpun og stuðning við frumkvöðla í kringum okkur.

Frá því Reon var stofnað höfum við tekið mikinn þátt í frumkvöðlasenunni á Íslandi. Að vera framsækin og nýjungagjörn er innbyggt í DNA-ið okkar og við leggjum okkur fram um að styðja við nýsköpun í kringum okkur. Við fjárfestum bæði í sprotafyrirtækjum og frumkvöðlaverkefnum beint og rekum stuðningsverkefni sem styðja sprotafyrirtæki í nærumhverfi okkar.

STUÐNINGUR VIÐ FRUMKVÖÐLA

Við hjá Reon leggjum mikla áherslu á að hlúa að frumkvöðlaumhverfinu í kringum okkur enda liggja rætur okkar þar. Undanfarin ár höfum við sett á laggirnar nokkur verkefni sem stuðla að því að aðstoða frumkvöðla í okkar nærumhverfi að ná árangri.

Musterið

Musterið er skrifstofuhúsnæði hugsað fyrir frumkvöðlafyrirtæki sem hafa þegar tekið sín fyrstu skref en vilja njóta samneytis við aðra frumkvöðla á svipuðum stað.

Í samstarfi við:

Skoða nánar

Frumgerðin smíðaverkstæði

Frumgerðin er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Reon ehf. og er rekið með það að markmiði að auka nýsköpun í verkfræðitengdum iðnaði á Íslandi.

Í samstarfi við:

Skoða nánar

Reon Ventures

Reon Ventures er fjárfestingarfélag Reon sem fjárfestir í sprotaverkefnum á hugmyndastigi og aðstoðar við að taka fyrstu skrefin og sannreina fýsileika þeirra.

FJÁRFESTINGAR

Samhliða stuðningsverkefnum fjárfestir Reon einnig í áhugaverðum frumkvöðlafyrirtækjum sem lofa góðu og vinna á þekkingarsviði sem eykur getu Reon til að þjónusta viðskiptavini sína enn betur.

Standby Deposits

Standby Deposits allows renters to provide landlords with a deposit using a credit line instead of cash

Fjárfest árið::

2021
Sjá meira

EYK

EYK safnar saman tímaraðagögnum á einn stað og gerir notandanum kleyft að skipuleggja þau eftir staðsetningu og haldið þeim samstilltum. Tengdu gögnin þín og festu þau við upprunastaðinn.

Invested in:

2021
Sjá meira

Taktikal

Taktikal hjálpar fyrirtækjum að endurhanna og sjálfvirknivæða ferla fyrir rafrænar undirskriftir er skila sér í hraðari afgreiðslu, hagkvæmni í umsýslu skjala, minni rekstraráhættu og betri upplifun viðskiptavina.

Fjárfest árið:

2020
Sjá meira

Team Health

Haltu uppi góðum móral, samvinnu og gæðum í þínu teymi og ykkar verkefnum. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að spara hundruði óþarfa klukkustundir.

Fjárfest árið:

2020
Sjá meira

SmartGo

SmartGo er hugbúnaður hannaður fyrir umboðssöluaðila þegar kemur að sölu á notuðum sem og nýjum vörum, hvort sem um ræðir netverslun eða verslun.

Fjárfest árið:

2020

Horse Day

HorseDay helps trainers of the Icelandic horse track their training sessions, plan their trainings ahead, register when they are shoed, register their medical activities or note down whatever is relevant for the caretaking of their horses.

Fjárfest árið::

2021
Sjá meira

Vefáskrift

Vefáskrift er kerfi sem gerir áskrifendum kleift að versla og halda utan um allar sínar áskriftir. Áskrifendur hafa yfirsýn yfir allar þær áskriftaleiðir sem þeir hafa skráð sig í og geta skráð sig í áskriftir hjá söluaðilum á skrá.

Fjárfest árið:

2019
Sjá meira

Konvolut

Spjallmenni eru hraðvaxandi stafræn samskiptaleið. Konvolut bætir við traustri auðkenningu og sjálfvirkni í spjallmenni.

Fjárfest árið:

2019
Sjá meira

STEFNUMÓTANDI FJÁRFESTINGAR

Reon á hlut í fyrirtækjum sem starfa beint í sama þjónustugeira og Reon en með áherslu á mismunandi áhersluatriði. Þessar fjárfestingar veita Reon möguleika á að veita viðskiptavinum sínum hágæða sérhæfða þjónustu á næstum öllum þáttum vöruþróunarferilsins.

Koikoi

Koikoi er söludrifin vefstofa sem sérhæfir sig í vefverslunum og stafrænni markaðssetningu.

Fjárfest árið:

2019
SKOÐA

Jökulá

Jökulá er hönnunarstofa sem leggur áherslu á notendaupplifun til að hanna og þróa betri afurðir.

Fjárfest árið:

2020
Skoða

Hugfimi

Hugfimi er gagnavinnslufyrirtæki sem sérhæfir sig í innleiðingu, úrvinnslu og framsetningu gagna á vefnum.

Fjárfest árið:

2021
Skoða

Eigum við að bralla eitthvað saman?

Hafðu samband og skoðum hvort við getum ekki komið hugmyndinni þinni í framkvæmd!