Reon logoReon

Við framleiðum stafrænar vörur

Hvað er Reon?

Reon er hugbúnaðarhús sem tekur að sér metnaðarfull forritunarverkefni og hefur yfir að ráða þeirri reynslu og sérþekkingu sem þarf til að vinna verkefni frá hugmynd að veruleika.

Hugmynd að veruleika

Við hjá Reon vinnum mjög náið með okkar viðskiptavinum og myndum öflug teymi sniðin að þörfum hvers verkefnis fyrir sig.

Viðskiptavinurinn

Viðskiptavinurinn spilar stórt hlutverk hjá okkur (ef hann vill) og tekur hann virkan þátt í öllu framleiðsluferlinu.

Teymisþjálfarar

Án teymisþjálfara okkar værum við ekki þar sem við erum í dag og hafa þeir puttana í öllum okkar verkefnum.

Hönnuðir

Hvort sem um er að ræða snjallsímaforrit eða heimasíðu þá höfum við útlits- og viðmótshönnunina á hreinu.

Forritarar

Við myndum teymi með þeim forriturum sem uppfylla þá tæknilegu þekkingu sem þarf til að leysa verkefnið.

Frábært fólk

Hjá Reon starfar metnaðarfullt fólk með sérhæfingu á fjölbreyttum sviðum hönnunar, forritunar, verkfræði og viðskipta.

Vantar þig á listann?

Við erum stöðugt að leita að rétta fólkinu og því er um að gera fyrir þig að senda okkur línu. Segðu okkur stuttlega frá þér og vonandi eigum við samleið.

Samstarf?

Hvort sem þú ert að leita þér að skemmtilegum vinnustað, vantar flottasta hugbúnaðarkerfi í heimi eða ert einfaldlega að leita að smá krafti í þína vöruþróun þá erum við fólkið til að tala við. Sendu okkur endilega línu og við höfum samband um hæl.

Hvað heitirðu?
1/3
1/3