Eina stafræna framtíð með öllu, takk!
Vörður er alhliða vátryggingarfélag sem starfar jafnt á einstaklingsmarkaði sem og fyrirtækjamarkaði. Félagið hefur alla tíð lagt mikla áherslu á góða þjónustu við viðskiptavini sína ásamt einfaldri og áreiðanlegri tryggingaþjónustu.
Mikil áhersla á vandaða og áhrifaríka þjónustu var hvatinn að því að Vörður hóf sína stafrænu vegferð. Hefur frá upphafi verið mikil áhersla á góða samvinnu milli Reon og Varðar og hefur það leitt til útgáfu á fjölda lausna sem eru til hagsbóta fyrir Vörð og viðskiptavini þess.
Markmiðið í upphafi samstarfsins var að byggja upp stafræna innviði, verkferla og efla þjónustu við viðskiptavini Varðar. Saman mynduðu Vörður og Reon teymi til að kortleggja framtíðarsýn og vinnulag sem myndi gera okkur kleift að ná fljótt upp góðum hraða í stafrænni þróun en jafnframt halda gæðum í hámarki.
Fimm manna teymi frá Reon starfaði með Verði. Þróunarteymið var þó töluvert stærra en í samstarfinu byggist það upp af forriturum, hönnuðum og prófurum frá Reon, Verði og Rue De Net. Vörustjóri hverrar vöru er frá Verði en framleiðslu- og verkefnastjóri frá Reon.
Fyrsta viðfangsefnið í samstarfinu var að greina núverandi stöðu og teikna upp leiðarvísi fyrir framtíðarþróun stafrænnar vegferðar. Sérfræðingar Reon unnu náið með stjórnendateymi Varðar við að teikna upp framtíðarsýn og búa til "roadmap" til framtíðar.
Í framhaldi af því var sett saman teymi þar sem saman komu vöruþróunarfólk frá Reon ásamt sérfræðingum Varðar í tryggingum og þjónustu við viðskiptavini. Þróunarstjórn var sameiginlega í höndum Varðar og Reon og vörustýring var í höndum Varðar.
Eftir að teymi hafði verið sett á laggirnar, var lagt af stað með fyrsta verkefnið sem var rafrænn ráðgjafi Varðar. Hann veitir ráðgjöf á netinu um líf- og sjúkdómatryggingar ásamt áætluðu verði. Ferlið tekur notandann aðeins 2 mínútur og krefst engrar auðkenningar. Hægt er að klára allt ferlið á Mínum Síðum Varðar.
Sumarið 2019 voru gefnar út nýjar og endurbættar Mínar síður. Samhliða því var smíðað hönnunarkerfi sem allar stafrænar vörur Varðar eru byggðar á. Stöðugar viðbætur og ítranir koma út á Mínum síðum fyrir viðskiptavini. Mínar síður eru í sífelldum endurbótum og er reglulega bætt við þjónustum þar. Núna er meðal annars hægt að sækja staðfestingar á ferðatryggingum, sjá sundurliðun á kröfum, sjá tryggingar sem eru í vinnslu og stöðu þeirra, skila ýmsum gögnum sem vantar til að trygging taki gildi, sjá greiðsluáætlun, greiðsludreifa tryggingum og sækja rafræn skjöl.
Hönnunarkerfið gerir okkur kleift að smíða nýjar lausnir og bæta reglulega fleiri viðbótum við Mínar síður og allar aðrar stafrænar vörur Varðar.
Á sama tíma hefur álag á starfsmenn og þjónustver varðar minnkað til muna. Með 20% fækkun tölvupósta, 12% fækkun heimsókna, 17% fækkun símtala.
Rafræni ráðgjafinn hefur einnig þjónustað þúsundir einstaklinga við ráðgjöf á líf- og sjúkdómatryggingum. Þar af hafa um 40% haldið áfram í ferlinu og skilað inn umsókn um heilsutryggingar þar sem hægt er að klára dæmið frá A-Ö á netinu.
Þegar fyrirtæki hefja vegferð í stafrænni þróun er nauðsynlegt að þekking á tæknilegum innviðum og viðskiptalegum ávinningi byggist upp samhliða því. Á þeim tíma sem Vörður og Reon hafa starfað saman hefur byggst upp gríðarlega mikil þekking á vörum þeirra og almennt á stafrænni þróun.
Þessi þekking mun nýtast Verði í allri framtíðarþróun þeirra og mun leiða til þess að næstu skref sem stíga þarf verða auðsóttari og einfaldari.
Reon hefur frá upphafi samstarfsins unnið markvisst með lykilstjórnendum Varðar í því að hjálpa til við að þekkingaryfirfærsla verði sem árangursríkust.
Með sjálfvirknivæðingu og snjöllum samskiptum á Mínum síðum klárast málin núna hratt og örugglega!
Icelandair er stærsta flugfélag Íslands sem flytur yfir 4 milljónir farþegar árlega. Reon starfaði með Icelandair að þróun á nýju appi fyrir farþega félagsins.
Nýstárleg lausn á íslenskan smávörumarkað.