Snjallverslun Krónunnar

ViðskiptavinurKrónan
ÞjónustaBakenda- og appþróun, vefverslunarkerfi, samþætting við önnur kerfi, meðmælakerfi, hönnunarsprettur, beta prófanir
Tímabilágúst 2019 - júní 2022

Nýstárleg lausn á íslenskan smávörumarkað.

Krónuappið

Árið 2019 hófu Krónan og Reon samstarf og þróun á Krónu appinu. Appið sem er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi er þróað með þarfir viðskiptavina í fyrirrúmi. Reon kom að greiningu og þróun lausnarinnar og hefur frá fyrsta degi starfað náið með stjórnendum Krónunnar að verkefninu.

Þegar samstarf félaganna hófst var búið að taka ákvörðun um þróun appsins en ekki lá fyrir hvernig það yrði útfært. Fyrstu skrefin fólust því í að taka ákvarðanir um stefnu og strauma í þróun og stilla upp teyminu sem myndi takast á við verkefnið. Teymið er skipað sérfræðingum frá Krónunni og þróunarfólki frá Reon og hefur unnið náið saman að greiningu, hönnun og þróun appsins.

Í dag er appið mikið notað af viðskiptavinum Krónunnar sem hefur stigið afgerandi skref í átt að stafrænni framtíðarsýn sinni. Samhliða stafrænni þróun hafa verið endurskoðaðir og í sumum tilfellum búnir til nýjir ferlar sem samræmast væntingum og þörfum viðskiptavina Krónunnar.

Vel skilgreint viðfangsefni

Í upphafi verkefnis lá fyrir að það væri umfangsmikið. Því hófst samstarf Krónunnar og Reon á ítarlegri rannsóknarvinnu. Teymi var stillt upp sem samanstóð af sérfræðingum Krónunnar og Reon og var teyminu stillt upp á þá vegu að hlutverk og ábyrgðir hvers aðila væru skýr frá upphafi.

Haldinn var hönnunarsprettur til að greina þarfir og væntingar viðskiptavina og niðurstaðan var notuð til að búa til skýra leið að bæði fyrstu útgáfu appsins sem og áætlaðri endastöð þess.

Þessi vinna var, eftir á að hyggja, eins góð byrjun á verkefni og allir aðilar hefðu getað vonast eftir. Eftirleikurinn var mun skýrari og gerði vinnan teyminu kleift að fara hratt af stað og skila niðurstöðum fyrr en ella.

Fjölmargir eiginleikar

Krónuappið er stór og mikil lausn. Mikið hefur verið lagt í að mæta þörfum og væntingum viðskiptavina og það felur í sér að appið hefur marga eiginleika sem eru til þess fallnir að gera upplifun af notkun þess betri og markvissari.

Sótt eða heimsent

Viðskiptavinir geta valið á milli þess að sækja vörur í einhverja af verslunum Krónunnar eða fá vörurnar heimsenda á fyrirfram ákveðnum tímabilum. Þykir þetta mikil bragarbót að geta valið á milli þessara kosta og eru mörg dæmi þess að viðskiptavinir nýti sér báða kosti ítrekað.

Innblástur

Eitt af því lagt var af stað með í upphafi var að Snjallverslun Krónunnar ætti að geta einfaldað líf viðskiptavina og bætt upplifun þeirra af matarinnkaupum. Því var fítus í appinu að viðskiptavinir geta fengið hugmyndir að kvöldverði sínum, grillveislum eða dögurði. Starfsfólk Krónunnar vinnur ötullega að því að koma hugmyndum til viðskiptavina sinna í gegnum appið, láta vita af tilboðum og setja saman innkaupalista.

Vöruskanni

Í appinu er hægt að skanna vörur hvar og hvenær sem er til að fá upplýsingar um þær. Þá er hægt að bæta þeim beint í lista eða innkaupakörfur. Einn af lærdómum verkefnisins hefur verið sá að viðskiptavinir eru að nota appið heima hjá sér þegar vörur eru að klárast í ísskápnum, þá eru þær skannaðar áður en umbúðum er hent og sett á innkaupalista. Þannig er tryggt að þær gleymast ekki í næstu innkaupum.

Gott með

Þegar vörur eru keyptar í appinu, veitir krónan meðmæli með öðrum vörum sem keyptar eru á sama tíma. Er byggt á því hvaða vörur viðskiptavinir eru oft að kaupa samhliða því sem þeir eru að kaupa. Upplýsingarnar eru síðan birtar í vöruspjöldunum.

Kaupsaga

Í appinu er haldið utan um kaupsögu viðskiptavina svo auðvelt er að endurtaka kaup og endurnýta fyrri pantanir. Í prófíl viðskiptavina geta þeir síðan fundið nytsamlega og skemmtilega tölfræði um innkaup sín. Þetta rímar vel við þær væntingar sem viðskiptavinir vilja hafa um upplýsingar sem tengjast eigin innkaupum og eru þekkt dæmi þess að viðskiptavinir noti þessar upplýsingar til að stýra innkaupum sínum.

Þótt móti blási

Atvinnulífið hefur í heild sinni tekið miklum stakkaskiptum eftir að Covid faraldurinn skall á. Þegar þróun var tiltölulega nýhafin á Snjallverslun Krónunnar, þurfti að endurskoða hvernig félögin vinna saman og útgáfudagsetningar þurftu að endurspegla nýjan veruleika.

Tekin var ákvörðun um að flýta útgáfu á appinu um nokkra mánuði til að mæta gríðarlegri aukningu í eftirspurn um stafræna þjónustu í smásölu. Það er óhætt að segja að það hafi gengið framar vonum og var appið sett í loftið á vormánuðum 2020.

Viðtökur voru framar vonum og hafa tugþúsundir viðskiptavina notað appið og er notkun þess í sífelldum vexti. Þá hafa orðið til þjónustuferlar hjá Krónunni til að styðja við þá þjónustu sem í boði er.

Árangursríkt samstarf

Samstarf Krónunnar og Reon hefur verið afar farsælt. Snjallverslunin fór í loftið um mitt ár 2020 og síðan þá hafa félögin unnið sleitulaust að því að straumlínulaga ferla, bæta við þjónustum og auka það vöru- og þjónustuúrval sem hægt er að nýta sér í appinu.

MEIRA

Vörður Tryggingar

Notendavænn tjónaferill

Með sjálfvirknivæðingu og snjöllum samskiptum á Mínum síðum klárast málin núna hratt og örugglega!

Lesa meira
Icelandair

Nýtt farþegaapp fyrir Icelandair

Icelandair er stærsta flugfélag Íslands sem flytur yfir 4 milljónir farþegar árlega. Reon starfaði með Icelandair að þróun á nýju appi fyrir farþega félagsins.

Lesa meira
Vörður Tryggingar

Stafræn vegferð tryggingafélags

Eina stafræna framtíð með öllu, takk!

Lesa meira