Icelandair er stærsta flugfélag Íslands sem flytur yfir 4 milljónir farþegar árlega. Reon starfaði með Icelandair að þróun á nýju appi fyrir farþega félagsins.
Icelandair appið er hannað og þróað með það að markmiði að farþegar geti á einfaldan máta skráð sig í flug, bókað glug og skipulagt ferðir sínar.
Þegar Reon kom að verkefninu hafði mikið verið unnið í hönnun og þróun á appinu og hafði lausnin verið í þróun í talsverðan tíma. Í samstarfi Reon með Icelandair var unnið að því að setja upp betra og einfaldara útgáfuferli fyrir þróunarumhverfi appsins. Þá var einnig unnið að umbótum á prófunarumhverfi þess og útgáfuumhverfis. Sú vinna skilað sér í mun betri útgáfustýringu en áður hafði viðgengst í þróun appsins.
Reon vann einnig með Icelandair að bættum uppsetningum og bestun á Android útgáfu appsins. Þegar leið á verkefnið tók við talsverð vinna við að tengja appið við hin fjölmörgu kerfi sem er að finna í innviðum Icelandair.
Frá því appið fór í loftið hefur þjónusta við farþega Icelandair verið aukin og bætt. Nú geta viðskiptavinir félagsins séð um sína miða og bókanir á einfaldan hátt í appinu.
Nýstárleg lausn á íslenskan smávörumarkað.
Með sjálfvirknivæðingu og snjöllum samskiptum á Mínum síðum klárast málin núna hratt og örugglega!
Eina stafræna framtíð með öllu, takk!