Elvar Örn Þormar
Hugbúnaðarfyrirtækið Reon hefur keypt 70% hlut Mannvits í gagnavinnslufyrirtækinu Hugfimi.
Hugfimi sérhæfir sig í öflun, vinnslu og framsetningu gagna og hefur undanfarin ár unnið mikið fyrir orkuvinnslufyrirtæki. Það var upprunalega stofnað í kringum vöruna EYK, sem er veflægt gagnavinnslukerfi sem auðveldar fyrirtækjum utanumhald eignasafna og greiningu gagna þeim tengdum.
Í dag er félagið með starfsstöðvar í Reykjavík og á Akureyri og þróar og þjónustar EYK ásamt verktöku og ráðgjöf í gagnavinnslu.
Elvar Örn Þormar, framkvæmdastjóri okkar, segir kaupin styrkja bæði félögin þar sem Reon fái aðgang að þekkingu Hugfimi við flókna gagnavinnslu og framsetningu og Hugfimi fái aðgang að þróunarteymum Reon sem gerir félaginu kleift að taka að sér stærri verkefni og setja meiri kraft í þróun á EYK.
“Hugfimi er gríðarlega spennandi fyrirtæki með mikla vaxtarmöguleika og þá sérstaklega erlendis. Við teljum að með aðkomu Reon að félaginu og auknum krafti í vöruþróun þess sé hægt að byggja á allri þeirri góðu vinnu sem hefur farið í félagið undanfarin ár og efla markaðssókn til muna,” segir Elvar. “Reon hefur gríðarlega öflugt og breytt þekkingarnet á sviði stafrænnar vöruþróunar og sölu á stafrænum vörum. Sú þekking mun koma að góðum notum á komandi misserum og ætlum við okkur stóra hluti með Hugfimi og EYK.”
Lesa meira hér: https://www.vb.is/frettir/hugfimi-geti-vaxid-utan-landssteinanna/167431/?q=hugfimi
Við hjá Reon leggjum mikla áherslu á nýsköpun og stuðning við frumkvöðla í kringum okkur.
Reon er vöruþróunarfyrirtæki sem leggur áherslu á að skapa jákvæð áhrif og hjálpa samstarfsaðilum að skapa virði fyrir sig og sína viðskiptavini með tæknilegum nýjungum.