Rósa Dögg Ægisdóttir
Ný útgáfa af Krónu appinu gerir þér kleift að nota appið með allri fjölskyldunni, vinahópnum eða vinnufélögunum
Við erum sjúklega spennt yfir nýjustu útgáfunni okkar í Krónu appinu (2.0.0). Þar er hægt að búa til hópa fyrir fjölskylduna, vinina eða vinnufélagana.
Hópurinn deilir körfunni, listum og pantanasögu.
Það er ótrúlega auðvelt að bæta inn í hópinn með því að velja einstaklinginn beint úr símaskránni þinni eða skrifa inn símanúmer. Viðkomandi fær sms með hlekk inní appið til að samþykkja boðið (eða síðu til að sækja appið ef viðkomandi er ekki fyrir með það).
Til að auðvelda þeim sem eru nú þegar búnir að setja upp og nota mikið persónulega aðgangana sína að byrja að nota hópavirknina gerðum við möguleika til að afrita lista yfir á hópinn.
Þetta er fyrsta útgáfan okkar af hópavirkni og erum við spennt að sjá og heyra viðbrögðin hjá notendum.
Þú getur sótt Krónu appið á iOS eða Android .
Snjallverslun Krónunnar er framleidd í samstarfi við Krónuna, Festi, Metall, Edico og Dima.
Árið 2020 var heldur betur viðburðaríkt! Okkur langar að fara yfir og deila með ykkur helstu verkefnum og áföngum sem við náðum á árinu.