Mariam Laperashvili

21. janúar 2022 · 4 mín lestur

Árið 2021

aðalmynd - 2021

Það er óhætt að segja að árið 2021 hafi verið stórt hjá Reon. Við fögnuðum 10 ára afmæli, teymið stækkaði umtalsvert, við settum í loftið fullt af skemmtilegum vörum og unnum stundum heima. Í lok árs stöndum við saman stolt af því sem við höfum náð að skapa.

Fyrirtæki ársins 2021

Við hlutum viðurkenninguna fyrirtæki ársins 2021 annað árið í röð! Við erum ótrúlega stolt af þessari viðurkenningu aftur og erum sérstaklega þakklát og stolt af okkar fólki sem eru aðalatriðið í þessari viðurkenningu! 

Reon fær hæstu einkunn lítilla fyrirtækja fyrir jafnrétti og við erum einstaklega stolt af því! Einnig voru mæld ímynd fyrirtækisins, ánægja og stolt, sveigjanleiki í vinnu og stjórnun. Við lofum að halda áfram að gera góða hluti í þessum málum! Takk fyrir okkur VR!



Skannað og skundað

Árið 2019 hófu Krónan og Reon samstarf og þróun á Snjallverslun Krónunnar. Snjallverslunin og appið eru fyrstu vörur sinnar tegundar á Íslandi og eru sérstaklega þróuð með þarfir viðskiptavina í fyrirrúmi. Síðasta sumar vorum við einstaklega spennt að kynna Skannað og skundað. Skannað og skundað er ný lausn í Snjallverslunar appinu en með henni geta viðskiptavinir verslað vörur með því að skanna þær úr hillu og sett beint í pokann. Greitt er í appinu og eina sem viðskiptavinur þarf að gera er að sýna starfsmanni staðfestingarskjá og svo skunda út í daginn. Lausnin er nú virk í Lindum og Akrabraut og er væntanleg í allar verslanir Krónunnar í 2022.

Lesa meira um snjallverslun Krónunar.

Nýjir fítusar í Vefverslun N1

Árið 2020 gáfum við út vefverslun N1 en í 2021 bættum við inn skemmtilegum uppfærslum. Áður gátu bara fyrirtæki skráð sig inn og verslað í vefverslun en nú höfum við opnað fyrir einstaklingsþjónustu. Að auki var bætt við Gestavirkni á síðunni - með því varð vefverslun líka aðgengileg fyrir gesti sem vildu versla án innskráningar. Þegar kemur að afhendingarmáta vill nútíma kúnni hafa val. Dropp afhendingarmáti varð fyrir valinu þegar kemur að litlum pökkum og viðskiptavinir geta nú sótt á staðsetningum Dropp hjá N1.

Elko.is

Það var í upphafi árs 2021 sem Reon og ELKO tóku höndum saman um smíði nýrrar vefverslunar. Var sú ákvörðun tekin sem þáttur í stefnu ELKO að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu í vefverslun, sem og öðrum verslunum félagsins. Eftir að hafa gefið út nýja mínar síður, sett síðuna í alpha og beta test, gáfum við út nýja vefverslun ELKO í nóvember. Síðan er mun hraðari, snjallari og með hjálp vina okkar hjá Jökulá, með nýtt og endurbætt útlit. Teymið lagði áherslu á að bæta vöruleitina, skerpa á samanburði á vörum og bæta notendaupplifun í vefverslun.

BYKO

Við erum spennt að segja frá því að á árinu hófum við samstarf við BYKO í þeirra stafrænu vegferð. Verkefnið felur í sér að Reon mun annast hönnun og þróun stafrænnar þjónustu fyrir félagið en samstarfið er enn á byrjunarstigum. Hlökkum til að segja ykkur meira frá því!



Pei

Á þessu ári gáfum við líka út nýtt og endurbætt Pei app með nýju útliti og nýrri virkni. Pei appið hefur verið mikið notað hér á landi og var mikilvægt að uppfæra útlit viðmóts til að bæta notendaupplifun og bæta stöðugleika í appinu. Við bættum síðan við möguleika að nota appið fyrir snertilausar Pei greiðslur í posum í verslunum sem bjóða uppá Pei greiðslur.

Nýr framkvæmdastjóri

Í nóvember tilkynntum við Rósu Dögg Ægisdóttur sem nýjan framkvæmdastjóra Reon. Elvar Örn Þormar, fráfarandi framkvæmdastjóri og einn stofnenda Reon er núna að leiða fjárfestingastarfsemi fyrirtækisins. Rósa hefur síðastliðin fjögur ár verið þróunarstjóri okkar og hefur stýrt stafrænum verkefnum fyrir flesta af stærstu viðskiptavinum okkar, meðal annars Krónuna, N1, ELKO og Vörð auk opinberra stofnana. Við erum spennt fyrir komandi tímum með hana sem leiðtoga okkar!

Teymið stækkar

Reon hefur vaxið mikið á árinu 2021. Með breytingum í stafrænu umhverfi bæði vegna þróunar tæknilausna og Covid 19 fundum við fyrir mikilli eftirspurn eftir stafrænum lausnum. Árið 2021 hefur auðvitað verið sérstakt en hefur verið annasamt ár í stafrænni þróun. Á árinu bættust við 8 sérfræðingar í hugbúnaðarþróun. Þessi fjölgun starfsfólks felur í sér 53% aukningu starfsfólks félagsins. Ennfremur þá hafa þessar breytingar það í för með sér að kynjahlutföll félagsins eru orðin frekar jöfn þar sem nú starfa 11 konur og 14 karlmenn hjá Reon í fullu starfi. Við erum sérlega stolt af þessum árangri og erum spennt fyrir árinu sem  framundan er með okkar frábæra teymi!

Hugbúnaðarhús er byggð upp af fólki sem vinnur saman að því að gera eitthvað magnað. Við erum svo heppin að eiga gríðarlega hæfileikaríkan og breiðan hóp af fólki. Á hverjum degi erum við þakklát fyrir það.

Við viljum líka þakka öllum þeim samstarfsaðilum sem við höfum tekið höndum saman með í gegnum árin. Við höfum átt margar góðar stundir og mörg stór skref fram á við í tæknigeiranum.

Hlökkum til að vinna með ykkur á árinu!

MEIRA SVONA

Elko

Ný vefverslun Elko

Ný vefverslun á heimsklassa!

Lesa meira

Krónan 2.0.0

Ný útgáfa af Krónu appinu gerir þér kleift að nota appið með allri fjölskyldunni, vinahópnum eða vinnufélögunum

Lesa meira

Árið 2020

Árið 2020 var heldur betur viðburðaríkt! Okkur langar að fara yfir og deila með ykkur helstu verkefnum og áföngum sem við náðum á árinu.

Lesa meira