Ný vefverslun á heimsklassa!
ELKO er stærsta raftækjaverslun á Íslandi. Það var í upphafi árs 2021 sem Reon og ELKO tóku höndum saman um smíði nýrrar vefverslunar. Var sú ákvörðun tekin sem þáttur í stefnu ELKO að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu í vefverslun, sem og öðrum verslunum félagsins.
Vefverslun ELKO er ein sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi. Tugþúsundir Íslendinga kaupa raftæki og aðrar tæknivörur árlega í gegnum hana og er hún í dag með mesta úrval landsins af raftækjum. ELKO.is er rótgróin í huga Íslendinga enda með elstu vefverslunum landins. Það var því kominn tími til að hanna nýja og snjallari vefverslun sem mætti betur væntingum og þörfum viðskiptavina og endurspeglaði betur stafræna ásýnd ELKO.
Sett var saman teymi skipað sérfræðingum frá ELKO, Reon og Jökulá til að greina þarfir viðskiptavina, endurhanna og að lokum þróa nýja vefverslun. Markmiðin voru skýr strax frá fyrsta degi; að veita framúrskarandi þjónustu. Stillt var upp tilteknum vörðum í þróuninni sem stefnt var á:
Aukinn hraði
Bæting á heildar notendupplifun og notendaviðmóti viðskiptavina.
Bæting á leitarvél og ferlum til að einfalda leit viðskiptavina.
ELKO er þekkt vörumerki á íslenskum markaði og hefur alla tíð verið þekkt fyrir mikið og gott vöruúrval. Notendur skipta þúsundum og stór hluti þeirra hefur verslað á vefverslun ELKO sem hefur verið til síðan árið 2007. ELKO býr því yfir mikilli þekkingu um væntingar viðskiptavina sinni og kauphegðun. Það var því til staðar ákveðin grunnþekking um hvernig stilla ætti upp nýrri vefverslun. Til að auka við þessa þekkingu var gerð ítarleg þjónustukönnun um vefverslunina og úr henni komu dýrmætar upplýsingar um hvernig þjónustu á vefnum skildi háttað. Flestar athugasemdirnar voru í takti við þau markmið sem sett voru um hraða, notendaupplifun og leit á vefnum.
Áður en hönnun og þróun hófst var stillt upp greiningarvinnu með UT teymi ELKO og sérfræðingum Reon og Jökulár. Það var mjög mikilvægt að félögin skyldu sameina krafta sína strax á upphafsstigum verkefnisins. Út frá greiningunum var sett upp hönnunarkerfi með endurnýtanlegum einingum. Þá voru sett upp "wireframes" til að draga saman hvernig veftréð skyldi líta út og hvaða eiginleikar skyldu vera á síðum vefsins. Þróun hófst síðan í janúar 2021.
Teymið sem var sett saman til að vinna vefverslunina var skipað bakenda- og framenda forriturum frá Reon og Festi, vörustjóra og vefstjóra frá ELKO og verkefnastjórnun var í höndum Reon. Teymið hefur alla tíð unnið náið saman og er vel samstillt um að ná tilsettum markmiðum.
Digital Business Development
Á eldri útgáfu vefverslunar ELKO voru ekki Mínar síður og í raun voru viðskiptavinir ekki með sér skráða notendur inni á vefnum. Það var því sett efst á listann að koma út Mínum síðum. Þær fóru tiltölulega snemma í "Alpha" prófanir innanhúss hjá ELKO og Festi og í framhaldi af því í opnar "Beta" prófanir. Eftir um tveggja mánaða þróun fór fyrsta útgáfan í loftið. Á mínum síðum geta viðskiptavinir fengið yfirlit yfir öll viðskipti sín í ELKO hvort sem er í verslun eða á vefnum. Mikil áhersla var lögð á að hafa innskráningarferlið notendavænt. Í framhaldi af því að vefverslunin er nú komin í loftið verður nú mikil áhersla lögð á að byggja enn frekar upp Mínar síður.
Vefverslun ELKO er með mikinn fjölda vörunúmera og vöruflokka. Það þurfti því að leggja mikla áherslu á að gera vöruúrvalið sem aðgengilegast fyrir viðskiptavini. Lykilþættir í þessu aðgengi eru snjallar síur og leitarvél. Leitarvélin þekkir allar vörur og stillir upp niðurstöðum í samræmi við það sem viðskiptavinir leita að. Sem dæmi má nefna ef viðskiptavinur leitar að ryksugum þá koma fyrst upp niðurstöður um framleiðendur og þar á eftir koma tegundir. Ef viðskiptavinur hins vegar leitar eftir vörumerkinu Dyson, þá koma vörumerkin neðst en tegundir af vöru fyrst. Þá geta viðskiptavinir leitað að vörum sem eru á tilboði, eftir litum auk annarra skemmtilegra eiginleika.
Bætt notendaupplifun og notendaviðmót var eitt af lykilmarkmiðum með nýrri vefverslun ELKO. Hönnunarstofan Jökulá leiddi þessa vinnu í nánu samstarfi með sérfræðingum ELKO og Reon. Eitt af grundvallarverkefnum þessarar vinnu var samhæfing notendaupplifunar á allri vefversluninni. Því var sett upp gagnvirkt hönnunarkerfi þar sem notendaviðmóti og upplifun er stýrt. Strax í upphafi var viðskiptavinurinn í forgrunni og því var með reglubundnum hætti sótt endurgjöf frá viðskiptavinum og notendum á vefnum. Öll endurgjöfin var síðan þýdd yfir í hönnun sem er unnin út frá þörfum viðskiptavina.
Verkefnið var unnið eftir agile aðferðafræði sem m.a. felur í sér að brjóta verkefnin niður í smáa þætti og gefa reglulega út litlar útgáfur. Í upphafi var búin til lágmarks vara til að sannreyna ákveðnar tilgátur um vefverslunina. Í framhaldi af því var sú útgáfa pússuð til og gefin út "Alpha" útgáfa til prófana innanhúss hjá ELKO og Festi. Eftir slíkar prófanir var safnað endurgjöf sem var leidd inn í "Beta" útgáfu. Sú útgáfa fór í prófanir hjá öllu starfsfólki Festi. Eftir frábæra endurgjöf frá starfsfólki var tekin ákvörðun að setja Beta útgáfu í loftið á Singles Day og Svörtum fössara.
Það var krefjandi en jafnframt gríðarlega lærdómsríkt að fara með Beta útgáfuna í loftið á þessum stóru viðskipta dögum og eftir þetta langa ferli var elko.is formlega sett í loftið 1. desember. Uppsetning vefverslunarkerfisins er þannig að það þolir mikið álag og styður því við stóra söludaga og viðburði.
Eftir útgáfu hefur verið unnið í kanban vinnulagi þar sem verkefnum er sífellt forgangsraðað.
Samstarf ELKO og Reon hefur alla tíð verið byggt á náinni samvinnu þverfaglegra teyma. Á þessum tíma hefur byggst upp mjög mikil þekking sem mun nýtast ELKO í framtíðarþróun á stafrænum lausnum þeirra. Uppsetning innviða er að sama skapi sett upp til að geta auðveldlega skalast upp og niður eftir álagi.
Samstarfið hefur frá fyrsta degi gengið frábærlega og er í dag mjög samstillt teymi sérfræðinga að stefna að sameiginlegum markmiðum. Okkur langar að hrósa starfsfólki ELKO sérstaklega fyrir að mæta opin til allra viðræðna um framtíð vefverslunarinnar. Í teyminu ríkir mikið traust og erum við afar þakklát fyrir það. Í dag er til stór listi af verkefnum til að takast á við og okkur hlakkar til að takast á við þann lista og halda vegferðinni áfram saman.
Nýstárleg lausn á íslenskan smávörumarkað.
Eina stafræna framtíð með öllu, takk!